Real Madrid 3 – 1 Barcelona
1-0 Karim Benzema(’12)
2-0 Federico Valverde(’35)
2-1 Ferran Torres(’83)
3-1 Rodrygo(’90, víti)
Það var alvöru skemmtun í boði á Santiago Bernabeu í dag er Real Madrid og Barcelona áttust við í El Clasico.
Um er að ræða tvö bestu lið Spánar og voru þau saman á toppi La Liga með 22 stig fyrir leikinn.
Real hafði betur að þessu sinni 3-1 þar sem markahrókurinn mikli Karim Benzema var á meðal markaskorara.
Ferran Torres gerði eina mark Börsunga undir lok leiks til að tryggja smá spennu áður en Rodrygo gulltryggði Real sigur með marki úr vítaspyrnu.
Real er nú á toppnum með 25 stig og var þetta fyrsta tap Barcelona í deildinni í haust.