Leeds 0 – 1 Arsenal
0-1 Bukayo Saka(’35)
Arsenal er til alls líklegt á þessu tímabili og er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nú eftir tíu umferðir.
Arsenal spilaði við Leeds í leik sem átti að hefjast 13:00 í dag en vegna vandræða í samskiptabúnaði dómara hófst leikurinn síðar.
Það stöðvaði ekki gestina í að næla í stigin þrjú en toppliðið vann leikinn með einu marki gegn engu.
Bukayo Saka skoraði eina mark leiksins og er Arsenal á toppnum með 27 stig og fjögurra stiga forskot.
Leeds fékk kjörið tækifæri til að jafna metinm á 64. mínútu en Patrick Bamford brást þá bogalistin má vítapunktinum.