Það er sannkallaður stórleikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag er Liverpool tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City.
Um er að ræða tvö sterkustu lið Englands undanfarin ár en Liverpool hefur ekki byrjað tímabilið nógu vel.
Liverpool er með 10 stig eftir átta leiki í 11 sæti deildarinnar á meðan Man City er með 23 stig í öðru sæti.
Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin í dag.
Liverpool: Alisson, Milner, Gomez, Van Dijk, Robertson, Thiago, Elliott, Fabinho, Salah, Firmino, Jota.
Man City: Ederson, Cancelo, Akanji, Dias, Ake, Gundogan, Rodri, De Bruyne, Silva, Haaland, Foden.