fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Ólína hefur áhyggjur af börnum og ungmennum – „Mér var boðið upp á að „skemmta“ mér yfir sakamálamynd þar sem verið var að búta fólk í sundur“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. október 2022 13:52

Ólína Þorvarðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, hefur áhyggjur af því ofbeldi sem börn og ungmenni verða vitni að í allri afþreyingu, hvort sem um er að ræða kvikmyndir, tölvuleiki eða samfélagsmiðla.  

Hún telur æskilegt að stjórnvöld félags- menningar- og menntamála „settu af stað stefnumótunarvinnu til þess að sporna gegn ofbeldismenningu og menntunarskorti meðal ungra karlmanna.“

Ólína fjalla um ofbeldismenningu meðal ungmenna í opinni færslu á Facebook og setur hana í samhengi við að í morgun hafi tveir 14 ára unglingspiltar verið handteknir eftir að hafa ráðist af handahófi á fólk í miðborginni og veitt því áverka þannig að flytja þurfti tvennt á bráðamóttöku. Í tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að drengirnir hefðu sparkað í höfuð fólks og ógnað því með eggvopni. Þá kom einnig fram í fréttum í morgun að ofbeldi meðal ungmenna væri að aukast.

Sjá einnig: Fjórtán ára drengir spörkuðu í höfuð fólks og ógnuðu því með eggvopni

Ólína segist alls ekki hissa á því. „Ef við lítum í kringum okkar á þá skefjalausu ofbeldisinnrætingu sem börn og ungmenni verða fyrir hvarvetna þar sem afþreying er í boði, hvort sem litið er á kvikmyndir, tölvuleiki eða það efni sem gengur á samfélagsmiðlum eins og TikTok o.fl. Nú síðast í gær varð ég að slökkva á Ríkissjónvarpinu þegar mér var boðið upp á að „skemmta“ mér yfir sakamálamynd þar sem verið var að búta fólk í sundur, plokka úr því augun og festa þau á band,“ segir hún og vísar þar til kvikmyndarinnar Póstkortamorðin.

Þolir ekki ofbeldi

„Ég er ein af þeim sem þoli ekki ofbeldi – mér verður líkamlega illt af því að horfa á gróft ofbeldi í kvikmyndum. Klisjan um að maður geti sjálfur valið sitt áhorf hefur oft dunið á mér, ég þurfi ekki að kveikja á sjónvarpinu, þurfi ekki að fara í bíó frekar en ég vilji og þar fram eftir götum. Ekkert af þessu eru þó sanngjörn mótrök, því þegar „menningin“ hefur hreiðrað um sig gegnsýrir hún allt sem fyrir verður og valið er ekki raunverulega til staðar,“ segir hún og bendir á að börn og unglingar séu sérstaklega útsett fyrir slíkri dægurmenningu.

Kynjahalli í skólakerfinu

„Sérstaklega hef ég áhyggjur af eitruðum karlmennskuhugmyndum ungra manna sem mér sýnast standa í beinu sambandi við þann kynjahalla sem sjá má í skólakerfinu, þar sem ungir menn eru orðnir í minnihluta – jafnvel orðnir færri en þriðjungur sumstaðar – og fækkar stöðugt,“ segir hún.

Ólína kallar eftir aðgerðum og eitt það fyrsta sem þyrfti að skoða væri það afþreyingarefni sem stendur ungu fólki til boða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“
Fréttir
Í gær

Ríkið greiðir 618 milljónir fyrir alþjónustu og stuðlar að búsetufrelsi í landinu

Ríkið greiðir 618 milljónir fyrir alþjónustu og stuðlar að búsetufrelsi í landinu
Fréttir
Í gær

Sigga Dögg fagnar sigri eftir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis – „Föstudagur til fjár, baby“

Sigga Dögg fagnar sigri eftir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis – „Föstudagur til fjár, baby“
Fréttir
Í gær

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi