Eymundur Eymundsson, ráðgjafi og félagsliði, opnar sig um félagsfælni í áhrifaríkum pistli á Vísir.is sem ber yfirskriftina „Afleiðingar kosta meira“.
Hann bendir á að félagsfælni sé þriðja algengasta kvíðaröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. „Félagsfælni byrjar oftast frá 10 til 15 ára aldri og getur haft miklar afleiðingar t.d. einangrun, eiga erfitt með félagsleg tengsl og forðast flestar aðstæður, vímuefnamisnotkun og sjálfsvíg. Þegar félagsfælni ræður ríkjum verður maður óframfærinn og heldur að allir séu að horfa á sig og langar því helst að hverfa niður í jörðina,“ segir Eymundur.
Bæklingarnir opnuðu augun
Hann hefur áður rætt opinskátt um félagsfælni. Til að mynda í viðtali við DV 2018.
Hann segist hafa verið á sjúkrahúsinu á Kristnesi árið 2005 eftir sína aðra mjaðmaliðaskiptingu sem hann fékk bæklinga um kvíða, félagsfælni og þunglyndi.
„Þegar ég las bæklinganna var eins og ég væri að lesa um mig frá á til ö. Að sjá að það voru raunverulegar ástæður fyrir minni vanlíðan og það var hægt að fá hjálp gaf mér kjark og von um líf án flótta. Ég byrjaði strax hjá sálfræðingi á Kristnesi og svo heimilislæknir og lyf. Góður vinur kom til mín og hjálpaði mér til að fara í meðferð hjá SÁÁ í byrjun árs 2006,“ segir Eymundur.
Geðdeild allt öðruvísi en í bíó
Eftir meðferð hafi hann farið á alla fundi sem í boði voru, yfirleitt tvo AA-fundi á dag og alltaf hafi hann farið upp í pontu til að takast á við félagsfælnina.
Eftir meðferð fór ég á og fór á alla fundi sem voru í boði.. Flesta daga voru tveir fundir á dag og stundum þrír og fór ég alltaf upp í pontu til að takast á við félagsfælnina.
Árið 2008 þurfti hann hins vegar á meiri hjálp að halda og lagðist þá inn á geðdeild þar sem hann sá að geðdeildir voru ekki eins og hann hafði ímyndað sér eftir að horfa á bíómyndir heldur staður með venjulegu fólki að leita sér hjálpar.
Félagsfælnin getur rænt og gefið
Hann talar síðan um hvernig félagsfælnin hafði áhrif á allt hans líf.
„Eitt dæmi 2008 þegar ég varð guðfaðir systurdóttur minnar og tók þátt í öllu sem ég gat ekki þrem árum áður þegar systir mín átti eldri dóttur sína. Þá komst ég ekki í kirkjuna og þurfti að drekka nokkra bjóra til að komast í skírnarveisluna þótt að það væri fjölskyldan mín. Þetta er bara lítið dæmi hvað félagsfælni getur rænt og gefið.“
Eymundur flutti til Reykjavíkur haustið 2008 og fór í Ráðgjafaskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist í desember sama ár. Hann tók virkan þátt í starfi Hugarafls og 2013 fór hann af stað með Grófina geðrækt á Akureyri í fleiagi við fleiri, en þar hafi reynslan frá Hugarafli komið sterkt inn.
Byggja upp starfsemi á Akureyri
Ég flutti til Reykjavíkur haustið 2009 og fór í Ráðgjafaskóla Íslands og útskrifaðist desember það ár. Mér hafði verið bent á Hugarafl sem vinnur með bata- og valdeflingamódel á jafningjagrunni. Ég fór í Hugarafl og var þar nær daglega til 2012 en kom inn í félagsskap á Akureyri sem vildu byggja á sömu hugmyndafræði og Hugarafl.
2015 hafi Grófin farið af stað með geðfræðslu í grunnskólum á Akureyri fyrir starfsfólk og kennara.
Engin skömm lengur
„Geðfræðslan fór svo í fimm ár í alla 9. bekki grunnskóla á Akureyri og auk þess í nágrannabyggðir og víðar um landið með miklu þakklæti frá starfsfólki sem nemendum. Menntaskólinn á Akureyri hefur fengið fræðslu í mörg ár fyrir átta nýnemabekki og það segir sig sjálft að þetta væri ekki gert nema að almenn ánægja er að fá reynslusögur af bata og bjargráðum. Ég skammast mín ekki í dag fyrir að lifa með félagsfælni og þunglyndi frekar en sá sem glímir við krabbamein. Ég reyni bara að vera góð manneskja sem er annt um náungann og það getur varla verið slæmt? Ég útskrifaðist sem félagsliði 2016 og ég sem ég hélt að ég gæti aldrei lært en það voru ástæður fyrir því og það kallast félagsfælni,“ segir Eymundur.