Dagý Brynjarsdóttir spilaði með liði West Ham í úrvalsdeild kvenna í gær er liðið spilaði við Aston Villa í efstu deild.
Dagný skoraði fyrra mark West Ham í 2-1 útisigri en liðið missti leikmann af velli í uppbótartíma.
Hawa Cissoko, liðsfélagi Dagnýjar, missti þá alveg stjórn á skapi sínu og kýldi leikmann Villa og fékk rauða spjaldið.
Dagný var mætt á staðinn stuttu eftir höggið en hún er fyrirliði liðsins og sá um að aðskilja leikmenn.
Cissoko á líklega yfir höfði sér langt bann en hún lét höggið ekki dynja aðeins einu sinni og var mjög árásargjörn í garð Sarah Mayling.
— Out Of Context Football (@nocontextfooty) October 15, 2022