Það vakti athygli þegar Chelsea ákvað að ráða Graham Potter til starfa fyrr á tímabilinu en hann hafði gert frábæra hluti með Brighton.
Potter þykir vera nokkuð myndarlegur í dag miðað við fyrri tíma og hefur vakið verðskuldaða athygli vegna þess. Potter tók við Chelsea af Thomas Tuchel sem var mjög vinsæll á Stamford Bridge og vann Meistaradeildina með þeim bláklæddu.
Potter sér betur sjálfan sig í dag en þegar hann þjálfaði til að mynda Östersunds í Svíþjóð og er hann hóf ferilinn á Englandi með Brighton.
Munurinn á Potter er í raun ótrúlegur en hann lætur nú sjá sig í jakkafötum á hliðarlínunni og gerir skeggvöxturinn mikið fyrir Englendinginn.
Mikið grín var gert að Potter er hann hóf störf hjá Brighton en netverjar voru duglegir að skjóta á hann vegna útlitsins.
Potter var sérstaklega gagnrýndur fyrir klippinguna sem hann skartaði á tíma sínum í byrjun en eins og má sjá er annar bragur á okkar manni þessa stundina.
,,Ég veit ekki alveg hvað þetta er en kannski er ég að þroskast eins og gott vín,“ sagði Potter um útlitsbreytinguna.
,,Ég fór í klippingu hjá einhverjum sem sér um hárið hjá strákunum, það gæti verið munurinn. Ég veit það ekki. Þetta kostaði þó mun meira en ég bjóst við.“
,,Því miður er andlitið á mér meira í sjónvarpinu eftir athyglina. Ég vil ekki horfa á sjálfan mig í sjónvarpinu, ég verð sveittur og vill frekar kíkja til tannlæknis.“