fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Afbrýðisamur eiginmaður rústaði íbúðinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. október 2022 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudag þyngdi Landsréttur dóm yfir manni fyrir heimilisofbeldi úr 30 daga skilorðsbundnu fangelsi upp í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Það var niðurstaða bæði Landsréttar og héraðsdóms í málinu að maðurinn hefði ekki haft einbeittan vilja til að valda sambýliskonu sinni tjóni við árásina sem leiddi til ákæru yfir manninum. Atvikið var með þeim hætti að maðurinn ýtti af miklum krafti á baðherbergishurð sem konan hélt við en hún hafði flúið inn á baðherbergi undan honum. Við hnykkinn féll konan aftur fyrir sig og brotnaði á úlnlið þegar hún bar fyrir sig vinstri höndina.

Atvikið átti sér stað í febrúar árið 2019. Konan og maðurinn höfðu verið úti að skemmta sér en til átaka kom eftir að þau voru komin heim. Maðurinn sakaði þá konuna um framhjáhald og gekk berserksgang í íbúðinni. Konan lýsti þessu svo í endursögn héraðsdóms:

„Hún bar að þegar hún og ákærði hefðu verið að fara að sofa um nóttina hefði ákærði tekið að bera á hana ósannar sakir og niðurlægja hana. Í kjölfarið hefði hann hreinsað út úr skápum í svefnherberginu, á ganginum og að hluta til í eldhúsi. Ákærði hefði einnig kastað hlutum um alla íbúð og hefðu sumir þeirra lent á brotaþola. Hann hefði síðan hent brotaþola utan í veggi og dyrakarma í íbúðinni. Þegar þau hefðu verið inni á baðherbergi hefði brotaþoli reynt að stöðva framgöngu ákærða með því að setja framhandlegg á bringu hans og halda honum þannig upp við vegg. Ákærði hefði þá hent brotaþola í gólfið og hefði hún meiðst á vinstri hendi við fallið. Eftir þetta atvik hefði brotaþoli ákveðið að kalla eftir aðstoð lögreglu. Fram kom hjá brotaþola að ákærði hefði aldrei áður sýnt af sér framkomu eins og þessa.“

Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldið. Hann þarf líka að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð