fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
433Sport

Ný tíðindi af Mason Greenwood – Handtekinn aftur og situr nú í fangelsi

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 15. október 2022 09:27

Mason Greenwood.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Manchester hefur handtekið Mason Greenwood framherja Manchester United á nýjan leik og er hann nú í haldi lögreglu.

Greenwood var handtekinn í janúar grunaður um að hafa nauðgað og lamið fyrrum unnustu sína.

Hann hefur verið laus gegn tryggingu en nú er hann aftur í haldi lögreglu. Hann er grunaður um að hafa haft samband við meint fórnarlamb sitt. Er það brot á þeim reglum sem hann þarf að fara eftir þegar Greenwood er laus gegn tryggingu.

Greenwood er grunaður um kynferðisbrot, heimilisofbeldi og líflátshótanir í garð fyrrum unnustu sinnar.

Harriet Robson, fyrrverandi kærasta leikmannsins, birti myndir af sér á Instagram síðu sinni með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér snemma á þessu ári.

Greenwood hefur hvorki fengið að æfa né spila með United á meðan málið er til rannsóknar. Félagið þarf þó áfram að borga honum tugi milljóna í laun á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mæta ekki til leiks ef þetta gerist aftur

Mæta ekki til leiks ef þetta gerist aftur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfesta nýja seríu af sjónvarpsþættinum vinsæla – Konurnar líklega í aðalhlutverki

Staðfesta nýja seríu af sjónvarpsþættinum vinsæla – Konurnar líklega í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir frá því hvernig bræðurnir geðþekku í Mosfellsbæ láta hvorn annan heyra það á æfingum

Segir frá því hvernig bræðurnir geðþekku í Mosfellsbæ láta hvorn annan heyra það á æfingum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikil stemning á Ölveri fyrir úrslitaleikinn – Hvetur alla stuðningsmenn til að mæta

Mikil stemning á Ölveri fyrir úrslitaleikinn – Hvetur alla stuðningsmenn til að mæta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir val Arnars gefa sterkar vísbendingar um að þessi stóra breyting sé í vændum – Einn ókostur sem þarf að hafa í huga

Segir val Arnars gefa sterkar vísbendingar um að þessi stóra breyting sé í vændum – Einn ókostur sem þarf að hafa í huga