Eldur kviknaði í íbúð í Kópavogi í gærkvöld og urðu nokkrar skemmdir vegna elds og reyks.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar greinir einnig frá því að maður var handtekinn í nótt í hverfi 104 vegna líkamsárásar og gistir hann fangageymslu lögreglu.
Maður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur vegna líkamsárásar. Var hann undir miklum áhrifum fíkniefna og var vistaður í fangageymslu þar sem hann var með öllu óviðræðuhæfur og því ekki hægt að taka skýrslu af honum.
Umferðaróhapp varð í Hafnarfirði þar sem bíl var ekið á staur. Ökumaður var mjög ölvaður.