Cristiano Ronaldo hefur hjálpað nýjustu stjörnu Manchester United, Antony, mikið eftir að hann skrifaði undir í sumar.
Antony gekk í raðir Man Utd frá Ajax í Hollandi en hann er Brasilíumaður og hefur byrjað feril sinn vel í Manchester.
Ronaldo er þá nafn sem allir kannast við en hann er einn besti leikmaður sögunnar en er kominn á seinni árin í boltanum.
,,Síðan ég kom hefur Cristiano hjálpað mér að líða vel, hann talar mikið við mig og líka á leikdögum,“ sagði Antony.
,,Hann segir mér alltaf að halda ró minni og trúa á sjálfan mig. Hann hefur afrekað svo mikið í fótboltanum og ég læri af honum á hverjum degi.“
,,Ég er svo þakklátur að vera með svo reynslumikinn leikmann sem getur hjálpað þeim yngri á hverjum degi.“