Thiago Silva, leikmaður Chelsea, útilokar ekki að hann snúi aftur til AC Milan áður en ferlinum lýkur.
Silva spilaði með Milan í þrjú ár á sínum tíma áður en hann færði sig til Paris Saint-Germain og síðar Chelsea.
Silva sneri aftur á sinn gamla heimavöll í vikunni er Milan spilaði einmitt við Chelsea á San Siro í Meistaradeildinni. Þeir ensku höfðu betur, 2-0.
Brasilíumaðurinn er kominn á seinni árin í boltanum og er samningsbundinn Chelsea til næsta árs
,,Ég er nú þegar búinn að skrá mig í sögubækurnar hjá Milan og ef endurkoma væri planið þá hefði það gerst fyrir skiptin til Chelsea. Hver veit samt, ég þarf að sjá til á þeim tímapunkti,“ sagði Silva.