fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
433Sport

Enn sár eftir að verðlaunaafhendingunni var slaufað – ,,Ef þeir hætta ekki við þau auðvitað“

Victor Pálsson
Föstudaginn 14. október 2022 18:34

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Lewandowski, leikmaður Barcelona, er enn sár eftir ákvörðun sem var tekin árið 2020 er COVID-19 var upp á sitt versta.

Lewandowski hefði líklega verið valinn besti leikmaður heims árið 2020 en ákveðið var að hætta við verðlaunaafhendinguna vegna kórónuveirunnar.

Það hefði verið í fyrsta sinn sem Lewandowski vinnur þessi verðlaun en hann átti stórkostlegt ár og tímabil og skoraði þar 55 mörk í 47 leikjum.

Því miður fyrir sóknarmanninn voru þau verðlaun aldrei afhent en á þessu ári eru þau að öllum líkindum á leið til Karim Benzema, leikmanns Real Madrid.

Lewandowski viðurkennir að Benzema eigi verðlaunin skilið en virðist enn vera svolítið sár yfir því að hafa ekki fengið sitt á sínum tíma.

,,Hann er líklega einn af þeim líklegustu til að vinna verðlaunin, ef þeir hætta ekki við þau auðvitað,“ sagði Lewandowski.

,,Ef ekki þá mun hann að öllum líkindum vinna Ballon d’Or á þessu ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Newcastle vann Liverpool í úrslitaleiknum – Fyrsti stóri titillinn í 70 ár

Newcastle vann Liverpool í úrslitaleiknum – Fyrsti stóri titillinn í 70 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta mikill aðdáandi Chelsea – ,,Hann er stórkostlegur“

Arteta mikill aðdáandi Chelsea – ,,Hann er stórkostlegur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“
433Sport
Í gær

Sjáðu rauða spjald Alli í endurkomunni

Sjáðu rauða spjald Alli í endurkomunni
433Sport
Í gær

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“