fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Sjón segir „hægri öfgahyggju“ lifa góðu lífi í ríkisstjórn Katrínar – „Þetta heitir einangrunarbúðir á íslensku“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 14. október 2022 19:57

Sjón, Katrín Jakobsdóttir og Jón Gunnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orð dómsmálaráðherra í hádegisfréttum RUV í dag hafa vakið mikla athygli en þar sagði hann nauðsynlegt að vera með lokaðar búðir fyrir hælisleitendur sem koma til landsins en er synjað um hæli.

„Þá fer fólk á dvalarstað á ákveðnum stað, þar er takmarkað aðgengi, takmarkað ferðafrelsi, á meðan að fólk er að bíða frávísunar og brottvísunar úr landi,“ sagði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, við RUV í dag.

Þá hugnist honum vel að koma á fót móttökubúðum fyrir flóttafólk sem hann segir að sé allt annað en flóttamannabúðir.

Skáldið Sjón er einn þeirra sem hefur lagt orð í belg en á Twitter deildi hann umræddri frétt og skrifaði. „Þetta heitir einangrunarbúðir á íslensku.“ Hann merkir síðan Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í færslunni og segir að hægri öfgahyggjan sem hún hafi áhyggjur af lifi „nú þegar góðu lífi í ríkisstjórninni sem hún fer sjálf fyrir.“


Ritstjórinn Valur Grettison deilir skjáskoti úr frétt RUV á Twitter og býr til ímyndað samtal Jóns Gunnarssonar og almennings þar sem skilningur almennings á móttökubúðum með skertu ferðafrelsi sé einfaldlega fangelsi.

Þórunn Ólafsdóttir, sem um árabil hefur aðstoðað flóttafólk, kallaði Vinstri græn til ábyrgðar fyrir að hafa hleypt „hægri-öfgamanni í dómsmálaráðuneytið“.

Það var síðan í liðinni viku sem Sjón deildi viðtali við Katrínu af Fréttavakt Hringbrautar þar sem hún segir ekki hægt að útiloka að fasísk öfl berist hingað til lands. Sjón segist þarna vera sammála Katrínu og kemur með rökstuðning sinn fyrir því: „Vinstri pópúlismi, eins og sá sem Katrín Jakobsdóttir hefur gert að sérgrein sinni, ásamt þjónkun við nýfrjálshyggju XD, býr í haginn fyrir hin fasísku öfl.“


Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, kallaði eftir því í viðtali við RUV í gær að flóttafólk „fái að dvelja saman á ákveðnu svæði fyrstu vikur þeirra eða mánuði á Íslandi þar sem það fái einnig að stunda nám og vinnu“ en hún vildi ekki tala um slíkt svæði sem flóttamannabúðir þó einhverjir kunni að gera það.

„Sumir kynnu að kalla þetta flóttamannabúðir,“ sagði hún en þetta væri hins vegar „búsetuúrræði.“

Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, deildi þeirri frétt og sagði að umræðan um málefni flóttafólks sé orðin úldin: „Þessi hugmynd er td ekkert annað en aðskilnaðastefna sem vitað er að skilar neikvæðum árangri.“

Í dag deildi sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson færslu Þórunnar Ólafsdóttur síðan í gær þar sem hún leiðréttir rangfærslur dómsmálaráðherra og sýnir máli sínu til stuðnings tölur frá ríkislögreglustjóra um fjölda flóttafólks með fölsuð skilríki.

Við þetta skrifaði Gísli Marteinn að Jón Gunnarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, séu með sömu stefnu í innflytjendamálum, og vekur athygli á rangfærslum dómsmálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Í gær

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“