Arsenal vann nauman útisigur á Bodo/Glimt í Evrópudeildinni í gær.
Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í fremur gæðalitlum knattspyrnuleik.
Skytturnar eru með fullt hús stiga á toppi riðils síns að þremur leikjum loknum.
Það kom upp skondið atvik í gær þegar marktilraun Saka hafnaði á svölum manns sem horfði á leikinn frá íbúð sinni.
Var boltinn afar nálægt því að fara í manninn.
Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Imagine casually watching the game from your apartment and nearly getting taken out by a ball from Bukayo Saka 🙃
(via @CBSSportsGolazo) pic.twitter.com/qoQNFmEUbz
— B/R Football (@brfootball) October 14, 2022