Það er stórleikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar Liverpool fær Manchester City í heimsókn.
Þetta hafa verið tvö bestu lið Englands undanfarin ár. Nú er City í hins vegar í öðru sæti deildarinnar með þréttán stigum meira en Liverpool, sem er í því tíunda.
City er með norska framherjann Erling Braut Haaland innanborðs, en hann hefur raðað inn mörkum á leiktíðinni.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður út í það á blaðamannafundi hvað hann hefði í hyggju til að stöðva Haaland.
„Eins og alltaf þegar þú spilar á móti leikmönnum eins og honum, besta framherja í heimi, þarftu að passa að hann fái ekki margar sendingar í teignum,“ segir Klopp.
„Við munum reyna að koma í veg fyrir það. En ef þú notar of marga leikmenn til að stoppa Haaland býrðu til pláss fyrir aðra heimsklassa leikmenn.“