Manchester United-goðsögnin Rio Ferdinand setti inn færslu á Instagram í gær af sér og Kylian Mbappe, þar sem hann sagðist vera búinn að ganga frá því að franska stjarnan kæmi til United.
Mbappe hefur verið mikið í umræðunni í vikunni. Hann er sagður vilja fara frá félagi sínu, Paris Saint-Germain.
Fréttirnar komu mikið á óvart þegar þær brutust út fyrr í vikunni. Mbappe skrifaði undir nýjan samning við snemma síðasta sumar. Töldu margir hann á leið til Real Madrid á frjálsri sölu. PSG bauð honum hins vegar himinnhá laun og aukin völd á bakvið tjöldin hjá félaginu.
Mbappe vill hins vegar meina að PSG hafi ekki staðið við þau loforð sem honum voru gefin við undirskrift í sumar. Félagið hafi til að mynda lofað því að fá inn framherja, sem stóðst ekki.
Samkvæmt L’Equipe telja Mbappe og hans fulltrúar að PSG sé ekki treystandi héðan í frá. Leikmaðurinn vill fara meira en nokkru sinni fyrr.
Hér að neðan má sjá myndbandið sem Ferdinand birti.