Samkvæmt fyrstu niðurstöðum könnunar sem Félagsvísindastofnun er að vinna fyrir ÖBÍ kemur fram að ætla megi að tíundi hver öryrki verji meira en 75% af ráðstöfunartekjum sínum í rekstur húsnæðis. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á næstu vikum.
Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að í flestum tilvikum sé um leigu að ræða.
Samkvæmt könnum sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun lét gera á síðasta ári þá er greiðslubyrði fatlaðs fólks vel yfir meðallagi í landinu. Hún sýndi að tæpur þriðjungur öryrkja greiðir meira en 50% ráðstöfunartekna sinna í leigu.
Þuríður sagði að ÖBÍ hafi miklar áhyggjur af þessari þróun. Það færist í vöxt að fólk leiti til samtakanna vegna þess lágtekjuvanda sem það glímir við. Framfærslukostnaður hafi hækkað en bætur öryrkja hafi ekki hækkað í samræmi við þessar hækkanir. Hún sagði að fötluðu fólki sé gert að lifa á upphæð sem er um fjórðungi lægri en lágmarkslaun.