fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Rússar flytja óbreytta borgara frá Kherson – Úkraínskt stórskotalið er komið í skotfæri

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. október 2022 08:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínskar hersveitir nálgast nú borgina Kherson í samnefndu héraði. Vladimir Saldo, héraðsstjóri Rússa í Kherson, hvatti í gær íbúa til að flýja. Hann hefur jafnframt beðið rússnesk yfirvöld um aðstoð við að flytja óbreytta borgara til öruggra svæða.

Claus Borg Reinholdt, fréttamaður TV2 í Úkraínu, segir að þetta sé eitt skýrasta merkið hingað til um að Rússar séu að missa tökin á héraðinu en þeir „innlimuðu“ það nýlega.

Hann sagði að úkraínskar hersveitir hafi sótt svo langt fram að stórskotalið þeirra séu nú komin í skotfæri og það hafi vakið hræðslu hjá rússneskum yfirvöldum í héraðinu og borginni.

Hann sagði að einnig bendi það til þess að Rússar séu að missa borgina úr sínum höndum að Úkraínumenn hafi síðustu daga náð fjölda bæja og þorpa í nágrenni hennar á sitt vald.

Saldo birti myndband í gær þar sem hann sagðist hafa beðið rússnesk yfirvöld um aðstoð við að flytja fólk á brott. Einnig hafi verið ákveðið að gefa fjölskyldum tækifæri til að fara til annarra svæða í Rússlandi í frí eða til náms.

Skömmu eftir að myndband hans var birt tilkynnti Kirill Stremousov, varahéraðsstjóri, að engar áætlanir séu uppi um að flytja fólk á brott. Hann sagði að orð Saldo megi ekki skilja sem hvatningu til fólks um að flýja. Íbúar séu hvattir til að halda ró sinni. Rússneskar hersveitir muni ekki hörfa frá Kherson.

Kherson er mjög mikilvæg fyrir Úkraínumenn. Borgin er stór og er hliðið að veginum til Krím sem Úkraínumenn hafa í hyggju að ná úr klóm Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði