Þetta sagði Jesper Brodin, forstjóri eignarhaldsfélagsins Ingka, í samtali við AFP.
Hann sagði þetta í tengslum við birtingu rekstrarafkomu fyrirtækisins. Á heimsvísu jókst velta þess um 6,5% og var 44,6 milljarðar evra.
Á sama tíma og fyrirtækið hætti starfsemi í Rússlandi opnaði það fyrstu verslanir sínar Chile, en það er fyrsta Suður-Ameríkulandið sem IKEA hefur starfsemi í. Næst stendur til að opna verslanir í Kólumbíu og Perú.
Einnig er búið að opna nýjar verslanir á Filippseyjum, Eistlandi, Púertó Ríkó og Óman. Þar var IKEA ekki til staðar.