fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Air France harmleikurinn þar sem Íslendingur fórst – „Helvíti! Við deyjum!“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. október 2022 06:00

Frá leitinni að vélinni 2009. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 31. maí 2009 fórst Flug AF447, frá Air France, á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar. Um Airbus A330 vél var að ræða. Allir 228 farþegarnir og áhafnarmeðlimir fórust. Meðal farþeganna var Íslendingurinn Helge Gustafsson.

Nú standa yfir réttarhöld í málinu þar sem Air France er sakað um manndráp af gáleysi.

Slysið var reiðarslag fyrir fluggeirann því Airbus A330 flugvélarnar þóttu mjög traustar vélar og ekki tókst strax að komast að orsök slyssins. Það tókst þó nokkrum árum síðar.

Þegar þrjár klukkustundir og sex mínútur voru liðnar frá brottför frá Rio misstu flugumferðarstjórar skyndilega samband við vélina sem var þá að fljúga í gegnum óveður yfir Atlantshafi. Flugmennirnir áttu að tilkynna sig til flugumferðarstjórnar í Senegal en gerðu ekki. Var þá byrjað að kalla á vélina en ekki var svarað.

Snemma næsta morgun var ljóst að vélin var horfin. Umfangsmikil leit var sett af stað og stórt svæði, sem vélinni hafði verið flogið yfir, var fínkembt.

Í fyrstu fundust einstaka hlutar úr vélinni og lík tveggja farþega, karlmanna, í sjónum.

22 mánuðir liðu þar til tókst að staðsetja flakið á hafsbotni en kafbátur var notaður til þess.

Umfangsmikil björgunaraðgerð hófst og tókst að ná 104 líkum úr sjónum. Þeirra á meðal var lík Helge. Í frétt Vísis frá því nóvember 2011 kemur fram að Helge hafi átt íslenskan föður en hafi alist upp í Noregi og var búsettur í Brasilíu þegar slysið varð. Hann var í sinni síðustu vinnuferð þennan örlagaríka dag. Til stóð að hann myndi flytja til Noregs að henni lokinni. Helge lét eftir sig tvær dætur og son.

Svörtu kassar flugvélarinnar fundust og var vonast til að hægt yrði að komast að hvað varð til þess að vélin fórst með gögnum úr þeim. Þeir skrá allt er við kemur fluginu og taka upp samtölin í stjórnklefanum.

Gögnin í þeim veittu svör við hvað varð til þess að vélin fórst.

Meðal annars kom í ljós að örvænting greip um sig í flugstjórnarklefanum síðustu mínúturnar áður en vélin skall í sjóinn.

Flugstjórinn svaf

Upptökurnar leiddi í ljós að flugstjórinn, Marc Dubois, var sofandi þegar vélin lenti í vanda. Í flugstjórnarklefanum voru flugmennirnir David Robert og Pierre-Cedric Bonin en þeir voru ekki nærri því eins reynslumiklir og Dubois.

Flugvélin var í 11 km hæð og á leið í gegnum óveður. Þá byrjuðu vandamálin að gera vart við sig. Ís fór að myndast í rörum sem eru notuð til að mæla flughraðann. Þau byrjuðu því að mæla rangan hraða sem gerði að verkum að sjálfstýringin og flugmennirnir áttuðu sig ekki á að flugvélin hægði á sér og lækkaði flugið.

Hjá Air France var vitað að hætta var á að ís settist í þessi rör og því hafði verið ákveðið að skipta þeim út en það hafði ekki enn verið gert. Nýju og öruggari rörin lágu enn í kössum í viðhaldsstöð félagsins.

Mistök flugmannanna gerðu útslagið

Það vor hins vegar mistök flugmannanna sem gerðu útslagið og innsigluðu dapurleg örlög allra um borð.

Robert og Bonin fylltust örvæntingu í flugstjórnarklefanum, þegar þeir áttuðu sig á að ekki var allt með felldu, og þegar Dubois kom þangað til að koma flugvélinni á rétta braut, var það um seinan.

Í stað þess að beina nefi flugvélarinnar niður á við til að nota þyngdaraflið til að auka hraðann höfðu flugmennirnir gert hið gagnstæða, þeir höfðu beint nefinu upp á við.

Það hafði í för með sér að hraði vélarinnar minnkaði enn frekar sem og lyftikrafturinn.

Hluti af leitarsvæðinu í júní 2009. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Vélin byrjaði að ofrísa þegar hraði hennar lækkaði úr 510 km/klst í 111 km/klst á skömmum tíma. Flugvélar af þessari tegund fljúga best á 850 km/klst.

Einni mínútu og 38 sekúndum eftir að fyrstu vandamálin gerðu vart við sig var Dobois kominn aftur í flugstjórnarklefann, vel vitandi að vélin var í miklum vanda.

En það var of seint.

Vélin stefndi á yfirborð Atlantshafsins á miklum hraða.

„Helvíti! Við deyjum!“

Svarti kassinn tók samtöl flugmannanna upp.

„Fjandinn hafi það! Við hröpum. Þetta getur ekki verið að gerast! Hvað er að gerast?“ öskraði Robert í örvæntingu.

Þá var viðvörunarkerfi vélarinn byrjað að senda fjölda aðvarana um að vélin væri á leið í sjóinn.

„Helvíti, við deyjum!“

Dubois átti síðustu orðin áður en vélin skall á sjónum á miklum hraða: „10 gráðu dýfa.“

Tveimur sekúndum síðar skall vélin í sjóinn á 228 km/klst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“