⦁ Það var engin markaveisla á Old Trafford, heimavelli Manchester United, í kvöld er liðið spilaði við Omonia.
Um var að ræða leik í Evrópudeildinni en Man Utd rétt marði Omonia með einu marki gegn engu.
Omonia er frá Kýpur og stóð fyrir sínu í leiknum en sigurmark Man Utd var skorað á 93. mínútu.
Scott McTominay sá um að gera það fyrir Rauðu Djöflana en hann hafði komið inná sem varamaður stuttu áður.
Man Utd er í öðru sæti riðilsins með níu stig, á eftir aðeins Real Sociedad sem er með fullt hús stiga.
Annað enskt lið marði sigur á heimavelli er West Ham vann lið Anderlecht 2-1 í Sambandsdeildinni.
West Ham tryggði sæti sitt í útsláttarkeppninni með sigrinum.
Manchester United 1 – 0 Omonia
1-0 Scott McTominay(’93)
West Ham 2 – 1 Anderlecht
1-0 Said Benrahma(’14)
2-0 Jarrod Bowen(’30)
2-1 Sebastiano Esposito(’88, víti)