⦁ Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, hefur legið undir töluverðri gagnrýni á þessu tímabili.
Egyptinn var þó frábær í gær er liðið spilaði við Rangers og skoraði þrennu á aðeins sex mínútum í 7-1 sigri.
Liverpool átti ótrúlegan síðari hálfleik og skoraði sex mörk og var það Salah sem skoraði þrjú af þeim.
Dejan Lovren, fyrrum leikmaður Liverpool og vinur Salah, tjáði sig á Twitter í gær eftir að hafa horft á leikinn.
Þar skýtur Lovren á gagnrýnendur Salah og segir þeim endilega að halda hatrinu áfram þar sem það gerir ekkert nema gott fyrir sóknarmanninn.
Lovren lék lengi vel með Salah á Anfield en hann er í dag leikmaður Zenit í Rússlandi.
15min of playing time, hat trick from @MoSalah ! Haters, just continue. Only the opposite will happen. 🤫
Well done LFC.
— Dejan Lovren (@Dejan06Lovren) October 12, 2022