Everton mun bjóða Alex Iwobi nýjan samning eftir flotta byrjun leikmannsins á tímabilinu.
Hinn 26 ára gamli Iwobi hefur komið að fjórum mörkum Everton í fyrstu níu leikjum tímabils.
Þessi nígerski landsliðsmaður er að fá endurnýjun lífdaga í nýju hlutverki á miðjunni undir stjórn Frank Lampard, stjóra Everton.
Iwobi kom til Everton frá Arsenal fyrir tæplega 30 milljónir punda. Framan af stóð hann engan veginn undir þeim verðmiða en hann er að gera betur í nýrri stöðu.
Núgildandi samningur Iwobi við Everton rennur út eftir næstu leiktíð. Sem fyrr segir verður hann þó framlengdur á næstunni.