KSÍ var í gær sektað af aganefnd KSÍ fyrir hvernig sambandið stóð að framkvæmd bikarúrslitaleiks FH og Víkings R. fyrr í mánuðinum. Víkingur fékk þá 200 þúsund króna sekt og eins leiks heimaleikjabann, sem félagið mun áfrýja. FH fékk þá 50 þúsund króna sekt einnig.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að skrifstofa KSÍ sé ekki alfarið sammála aganefndinni hvað varðar refsinguna sem sambandið hlýtur.
„Við á skrifstofu KSÍ unum niðurstöðu nefndarinnar þó við séum kannski ekki sammála henni í öllu, hvað varðar hlut KSÍ,“ segir Klara.
„Við sjáum fyrir okkur að þessi sekt renni til góðgerðamála,“ segir hún einnig í samtalinu.
Nánar er rætt við Klöru á Fréttablaðinu.