fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Úkraínumenn brjálaðir út í Elon Musk eftir umdeilda tístið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. október 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í borginni Odessu í suðurhluta Úkraínu hefur stórt skilti með mynd af auðkýfingnum Elon Musk verið fjarlægt. Þetta má rekja til þess að Musk tísti um sína sýn fyrir endalok stríðsins í Úkraínu en sú lausn fólst í því að Úkraína ætti að gefa eftir Krímskagann og fleiri svæði til Rússlands.

Sjá einnig: Elon Musk sagður hafa rætt við Pútín áður en hann birti tíst

Stjórnvöld í Rússlandi hafa hrósað Musk fyrir þessa tillögu og stjórnmálafræðingurinn Ian Bremmer sem er yfir Eurasia Group, sagðist hafa heyrt það frá Musk sjálfum að sá síðarnefndi hafi ráðfært sig við sjálfan Vladimir Pútín Rússlandsforseta áður en hann birti tístið. Musk hefur þó neitað því að slíkt hafi átt sér stað sem Bremmer segist að sama bragði standa við orð sín – Musk hafi sagt þetta við hann.

Úkraínumenn hafa þó lítið gefið fyrir þessa töfralausn sem Musk lagði til og nú hefur mynd Musk verið fjarlægð af vegg í Odessu þar sem hengdar hafa verið upp stórar myndir af þeim frægu einstaklingum sem hafa veitt baráttu Úkraínu lið sitt. Musk fór þar upp eftir að hann tengdi Úkraínu inn á Starlink netið til að tryggja þeim aðgengi að netinu. En nú hefur hann fallið í ónáð.

„Auglýsingadeildin fjarlægir mynd af Elon Musk af skiltunum sem við notum til að þakka fyrir stuðninginn við Úkraínu,“ sagði á Telegram-rás sem er talin tengjast borgaryfirvöldum Odessu. Með því var birt mynd af starfsmanni borgarinnar festa pappír yfir myndina af Musk.

Aðrir frægir sem myndir hafa verið festar upp af eru leikarinn Benedickt Cumberbatch fyrir að hafa hýst flóttamenn frá Úkraínu á heimili sínu, leikkonan Emilia Clarke fyrir stuðning sinn og aðstoð við fjáröflun og svo Leonardo DiCaprio sem hefur stutt Úkraínu og eins gekk sá orðrómur, sem hefur þó verið afsannaður, að hann hafi gefið mikið fé til Úkraínu og að fjölskylda hans kæmi frá Odessu.

Úkraínumenn hafa einnig bent á að eftir að Musk fór að viðra hugmyndir sem ríma við áherslur Rússlands í stríðinu hafi Starlink hætt að virka eins og það hafi áður gert.

Samkvæmt frétt Business Insider hefur Starlink tengingin undanfarið verið stopul sérstaklega á svæðum undir yfirráðum Rússlands og hefur fólk jafnvel velt fyrir sér hvort Musk hafi óvirkt tenginguna á þeim svæðum. Mögulega til að koma í veg fyrir að Rússland misnoti tenginguna.

Ian Bremmer sagði á mánudaginn að Musk hafi einnig staðfest í samtali við hann að gervihnattatengingin væri viljandi gerð óvirk á tilteknum svæðum. Hann hafi sagt að varnarmálaráðherra Úkraínu hafi beðið um að Krímskaginn yrði tengdur inn á Starlink en Musk hafi hafnað því af ótta við að þá myndi stríðið stigmagnast og líkur aukast á notkun kjarnorkuvopna.

Elon Musk hefur þó einnig neitað þessu opinberlega og bent á að notkun Starlink í Úkraínu sé sífellt að aukast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“