Samkvæmt enskum miðlum mun Tottenham veita Chelsea samkeppni um miðvörðinn Josko Gvardiol næsta sumar.
Gvardiol er á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi og hefur vakið mikla athygli.
Tilboði Chelsea í Gvardiol upp á 90 milljónir evra var undir lok félagaskiptagluggans hafnað af Leipzig.
Miðvörðurinn ungi skrifaði undir nýjan samning við Leipzig til ársins 2027 í september. Það er þó talið að það hafi aðeins verið til að setja þýska félagið í sterkari stöðu hvað varðar viðræður við mögulega kaupendur Gvardiol.
Gvardiol er tuttugu ára gamall Króati, sem hefur verið á mála hjá Leipzig síðan í fyrra.