Birkir Heimisson hefur framlengt samning sinn við Val.
Birkir er 22 ára gamall, en hann hefur verið á mála hjá Val síðan 2019. Þar áður var hann hjá Heerenveen í Hollandi í þrjú ár.
Miðjumaðurinn hefur spilað tuttugu leiki fyrir Val í Bestu deild karla á þessari leiktíð.
Nýr samningur Birkis gildir til þriggja ára.
Birkir er U-21 árs landsliðsmaður Íslands.