fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
433Sport

Ljótur skilnaður hjá Totti: Hún stal úrunum og þá stal hann töskunum – Framhjáhald og vitleysa

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það andar heldur betur köldu á milli Francesco Totti goðsagnar í ítölskum fótbolta og Ilary Blasi fyrrum eiginkonu hans.

Parið skildi í júlí eftir langt og farsælt hjónaband en skilnaðurinn er erfiður og gengur mikið á. Þannig ákvað Ilary að stela nokkrum Rolex úrum sem Totti átti.

Hann svaraði þá með króki á móti bragði og stal öllum dýru töskunum sem Ilary átti. Totti er til í að skila töskunum ef hann fær úrin sín til baka.

Totti komst að því að Ilary væri að sofa hjá nokkrum mönnum og sótti um skilnað vegna framhjáhalds. Deilur standa þeirra á milli en Ilary fór fram á um 6 milljónir í bætur á mánuði frá Totti. Dómari hafnaði því.

„Hvað átti ég að gera? Ég faldi töskurnar í von um skipti,“ segir Totti um stöðu mála.

Ilary er ekki sátt.

Ilary hefur óskað því við dómara að töskunum veðri skilað. Hún hefur svo verið að setja inn myndir af sér með Rolex úr til að pirra Totti.

Totti og Ilary byrjuðu saman árið 2002 og giftu sig þremur árum síðar. Þau eiga saman þrjú börn sem eru 17 ára, 15 ára og sex ára.

„Það er ekki rétt að ég hafi haldið framhjá, ég hef lesið mikið af vitleysu sem særir börnin mín,“ segir Totti.

„Í september í fyrra fór ég að fá til mín sögur um að Ilary væri með öðrum manni, í raun að þeir væru fleiri en einn. Ég hef aldið haldið framhjá á þessum tuttugu árum. Þegar ég fékk þessi skilaboð frá fólki sem ég treysti þá fór mig að gruna.“

„Ég skoðaði símann hennar og þar var maður sem hún talaði við, þetta var þriðji aðili sem sá um að koma skilaboðum frá Ilary til annars manns. Þarna var sönnun á framhjáhaldi og ég varð þunglyndur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Newcastle vann Liverpool í úrslitaleiknum – Fyrsti stóri titillinn í 70 ár

Newcastle vann Liverpool í úrslitaleiknum – Fyrsti stóri titillinn í 70 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi

Hinrik seldur til Noregs – Kvaddur með fallegu myndbandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta mikill aðdáandi Chelsea – ,,Hann er stórkostlegur“

Arteta mikill aðdáandi Chelsea – ,,Hann er stórkostlegur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“

Guardiola útskýrir af hverju hann missti sig í gær – ,,Hann var að verja sjálfan sig“
433Sport
Í gær

Sjáðu rauða spjald Alli í endurkomunni

Sjáðu rauða spjald Alli í endurkomunni
433Sport
Í gær

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“

,,Á næstu árum þá verður hann á toppnum, hann verður númer eitt“