fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Kynning

Polestar 3 er jeppinn fyrir rafmagnsöldina

Kynning
Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. október 2022 09:55

Polestar 3 er fyrsti jeppi bílaframleiðandans og fyrsti bíllinn sem fyrirhugað er að framleiða í tveimur heimsálfum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

  • Polestar 3 er fyrsti jeppi bílaframleiðandans og fyrsti bíllinn sem fyrirhugað er að framleiða í tveimur heimsálfum
  • Einstök hönnunarnálgun innblásin af Polestar Precept fer í framleiðslu
  • Rafknúinn 5 sæta jeppi með afl allt að 380 kW og 910 Nm
  • Ríkulegur staðalbúnaður; Verð er áætlað frá 12.990.000 kr.

GAUTABORG, SVÍÞJÓÐ – 12 október 2022.

Polestar (Nasdaq: PSNY), sænskur framleiðandi rafbíla með afburða aksturseiginleika, frumsýnir rafmagnsjeppann Polestar 3. Skandinavísk naumhyggja og einfaldleiki vinna saman með lykileiginleikum jeppa og skilgreina þannig jeppa rafmagnsaldar. Polestar 3 gerir jeppann ekki aðeins viðeigandi og ábyrgari, heldur einnig eftirsóknarverðan vegna verðleika sinna.

„Polestar 3 er kraftmikill rafmagnsjeppi sem höfðar til skilningarvitanna með sérstakri, skandinavískri hönnun og framúrskarandi aksturseiginleikum,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Með honum tökum við stórt skref í framleiðslunni þegar Polestar hefur framleiðslu í Bandaríkjunum. Við erum stolt og spennt að stækka vörulínu okkar samfara hröðum vexti.“

Polestar 3 er kynntur með nýrri loftaflfræðilegri hönnun þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að halda jeppaeinkennum, kraftmiklum og sterklegum. Hönnunin hefur verið unnin með nákvæmri en áhrifaríkri loftaflfræðilegri fínstillingu – sem meðal annars byggir á vindskeið að framan sem er innbyggð í vélarhlífina, vindskeið sem er innbyggð í afturhlera og loftspöðum að aftan.

„Þessi bíll hefur verið hannaður sem Polestar frá upphafi og státar af nýjum hönnunareiginleikum – eins og tvíblaða aðalljósum, SmartZone og vindskeið að framan,“ heldur Thomas Ingenlath áfram.

Efnin í innréttingu Polestar 3 hafa verið valin vegna sjálfbærs uppruna og tryggja á sama tíma fegurð og áþreifanlegan lúxus. Þar á meðal er MicroTech sem er lífrænt, dýravelferðarvottað leður og fullkomlega rekjanleg ullaráklæði. Í samræmi við skuldbindingu Polestar um gagnsæi, verður fullkominni lífsferilsgreiningu (LCA) lokið fyrir Polestar 3 þegar framleiðsla hefst. Lífsferilsgreiningin verður stöðugt í endurskoðun með það að markmiði að finna stöðugt leiðir til að minnka kolefnisspor bílsins.

Polestar 3 er fyrsti bíllinn frá Polestar sem býður upp á miðlæga tölvuvinnslu með NVIDIA DRIVE megintölvunni, sem keyrir hugbúnað frá Volvo Cars. Hún þjónar sem gervigreindarheili, og nýtir NVIDIA tæknigrunninn til að vinna úr gögnum frá mörgum skynjurum og myndavélum bílsins til að gera háþróaða öryggiseiginleika ökumannsaðstoðar og eftirlit með ökumanni kleift.

Upplýsinga- og afþreyingarkerfið er knúið áfram af næstu kynslóð Snapdragon Cockpit Platform frá Qualcomm Technologies, Inc. Sem miðlægur hluti af Snapdragon Digital grunninum – alhliða safni af opnum og skalanlegum skýtengdum bílalausnum – verður Snapdragon Cockpit tæknigrunnurinn notaður til að veita fjölbreytta upplifun í farartækjum með einstakri getu til að miðla háskerpuskjám, hágæða hljóði og óaðfinnanlegum nettengingum um allan bílinn.

Hjá Volvo Cars er að hefjast nýtt tímabil öryggis, og Polestar 3 nýtur góðs af þessari nýju kynslóð háþróaðrar öryggistækni fyrir árekstraforvarnir og árekstravarnir frá Volvo Cars og verður hluti af DNA bílsins. Meðal annars á þetta við um einstakar nýjungar – ratsjárskynjun inn í bílnum sem getur greint hreyfingar undir millimetra að lengd sem varnar því að börn eða gæludýr séu skilin eftir fyrir slysni. Kerfið er einnig tengt við loftgæðastýringarkerfið svo forðast megi hitaslag eða ofkælingu.

Samstarf við leiðandi samstarfsaðila í öryggistækni eins og Zenseact, Luminar og Smart Eye, veitir Polestar 3 háþróaða ADAS (Advanced Driver Assistance System) tækni sem samþættist óaðfinnanlega þökk sé miðlægri tölvu.

Polestar 3 er með alls fimm ratsjár, fimm ytri myndavélar og tólf ytri úthljóðsskynjara til að styðja við fjölmarga háþróaða öryggiseiginleika. SmartZone fyrir neðan vindskeiðina heldur um nokkra framvísandi skynjara, upphitaða ratsjá og myndavél, og verður nú hönnunareinkenni Polestar. Að innan eru tvær ökumannsvöktunarmyndavélar í lokuðu kerfi og sem færa leiðandi augnmælingartækni frá Smart Eye til Polestar í fyrsta skipti, með það að markmiði að gera aksturinn öruggari. Myndavélarnar fylgjast með augum ökumanns og geta kallað fram viðvörunarskilaboð, hljóð og jafnvel neyðarstöðvunaraðgerð þegar ökumaður er greindur annars hugar, syfjaður eða óvirkur.

Android Automotive OS er stýrikerfið í bílnum, þróað í samvinnu við Google og með 14,5 tommu miðjuskjá að framan. Þetta er áframhald tækninnar sem fyrst var hleypt af stokkunum í Polestar 2 – fyrsta bílnum í heiminum með innbyggt Google – og bylting í virkni og hönnun fyrir flokk stórra jeppa. Uppfærslur yfir netið (OTA) eru innifaldar til að gera kleifar stöðugar umbætur á hugbúnaði og kynna nýja eiginleika án þess að þurfa að heimsækja þjónustuverkstæði.

Polestar 3 kemur á markað fjórhjóladrifinn með tveimur rafmótorum með áherslu á aukna aflstýringu til afturhjólanna. Bíllinn skilar samtals 360 kW og 840 Nm togi. Með valfrjálsum Performance pakka er heildaraflið 380 kW og 910 Nm. Eins fetils akstur er staðalbúnaður, auk rafknúinnar Torque Vectoring tvíkúplingar á afturás – framþróun á því sem fyrst var þróað fyrir Polestar 1. Aftenging á aftari rafmótor er möguleg þegar það hentar við ákveðnar aðstæður sem gerir bílnum kleift að keyra aðeins á frammótor til að spara orku.

Háþróuð undirvagnsstýring er með tveggja hólfa loftfjöðrun sem staðalbúnað, sem gerir Polestar 3 kleift að aðlaga fjöðrun milli mýkri og stífra fjöðrunareiginleika og getur bíllinn stillt virkan demparahraða rafrænt einu sinni á tveggja millisekúndna fresti (500 Hz).

„Markmið okkar var að bjóða upp á afköst og nákvæmni sem skilgreina alla Polestar bíla, án þess að skerða þægindi daglegs aksturs,“ segir Joakim Rydholm, yfirverkfræðingur undirvagnshönnunar Polestar. „Til að gera þetta notuðum við nýja íhluti eins og aðlagandi loftfjöðrun til að móta „Polestar tilfinninguna“ fyrir þessa tegund bíla.“

111 kWst rafhlaða gefur Polestar 3 mikið akstursdrægi allt að 610 km WLTP (bráðabirgðaniðurstöður). Liþíum-íon rafhlaðan státar af „prismatic“ hönnun á sellum í álhylki tmeð boron stálstyrkingu til hlífðar og vökvakælingu. Varmadæla er staðalbúnaður sem hjálpar Polestar 3 að nýta umhverfishita til að rafhlaðan sé alltaf undirbúin gagnvart hitabreytingum. Polestar 3 er einnig útbúinn fyrir tvíátta (bi-directional) hleðslu, sem gerir bílinn klárann í framtíðinni til að geta hlaðið orku til baka inn á raforkunetið og fyrir sjálfvirka tengingu og hleðslu (plug-and-charge).

Eins og á við um Polestar 2 er Polestar 3 með ríkulegum staðalbúnaði og því minni þörf á sérpöntun aukabúnaðar en það einfaldar pöntunar- og framleiðsluferlið. Allar útgáfur eru með loftfjöðrun, stóru glerþaki í fullri lengd, alhliða LED lýsingu að innan sem utan, útdraganlegum hurðarhandföngum með nálægðarskynjun og 21 tommu álfelgum. Plus pakki og Pilot pakki eru staðalbúnaður í fyrstu árgerð og innihalda marga hágæða, lúxus og þægindaeiginleika eins og 25 hátalara hljóðkerfi frá Bowers & Wilkins með 3D umgerð hljóði og Dolby Atmos möguleika, mjúklokandi hurðum, framrúðuskjá og Pilot Assist.

Hægt er að panta frá öðrum ársfjórðungi 2023, valfrjálst, Pilot pakka með LiDAR frá Luminar sem mun bæta viðbótarstýringu frá NVIDIA, þremur myndavélum, fjórum úthljóðsskynjurum og hreinsun fyrir fram- og baksýnismyndavélar, sem veitir nákvæm rauntíma gögn um umhverfi bílsins sérstaklega á langdrægu sviði. Þetta gerir aukna þrívíddarskönnun á umhverfi bílsins ítarlegri og hjálpar til við að undirbúa bílinn fyrir sjálfvirkan akstur.

Valfrjáls Performance pakki skerpir aksturseiginleika enn frekar og inniheldur hámarksafl og togafköst (380 kW og 910 Nm), ásamt því að fínstilla loftfjöðrun, einstakar 22 tommu álfelgur og “sænsku gyllinguna“.

Polestar 3 er fyrsti bíllinn sem kynntur er á nýjum rafmagns undirvagni sem þróaður er af og deilt með Volvo Cars. Áætlað er að framleiðsla fyrir fyrstu markaði[3] hefjist í verksmiðju Volvo Cars í Chengdu, Kína, frá miðju ári 2023, en fyrstu afhendingar eru væntanlegar á fjórða ársfjórðungi 2023.

Gert er ráð fyrir að framleiðsla í verksmiðju Volvo Cars í Ridgeville í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hefjist um mitt ár 2024 – frá þeim tímapunkti er áætlað að framleiðsla fyrir Norður-Ameríku og aðra markaði fari frá Kína til Bandaríkjanna. Gert er ráð fyrir fyrstu afhendingum frá þessari verksmiðju um mitt ár 2024.

Við frumsýningu er Polestar 3 Long range Dula motor (360 kW, 840 Nm) fáanlegur á kynningarverði 12.990.000 kr. Pantanir hefjast á netinu frá 12. október 2022 á öllum upphafsmörkuðum og búnaðar og tækniupplýsingar eru til reiðu á polestar.com/polestar-3.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“