Flughált var á götum höfuðborgarinnar í morgun og það virðist hafa komið sumum bílstjórum í opna skjöldu. Núna um upp úr níu er verið að hífa bíl upp úr Tjörninni í miðborginni.
Lesandi sendi meðfylgjandi myndir en á vef Fréttablaðsins segir að leigubílstjórinn hafi misst stjórn á bílnum á Fríkirkjuvegi á áttunda tímanum í morgun með þeim afleiðingum að bíllinn endaði hálfur úti í Tjörninni. Samkvæmt lögreglu var talsverð hálka á veginum þegar óhappið varð. Blessunarlega urðu engin slys á fólki í óhappinu og bifreiðin er einnig lítið skemmd. Enginn mengun átti sér stað í tjörninni.
Uppfært kl. 09:30: Samkvæmt upplýsingum frá sjónvarvotti er búið að fjarlægja bílinn úr Tjörninni og flytja hann burtu með dráttarbíl.
Ljósmyndari Torgs tók ennfremur myndir af vettvanginum: