fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Úkraínumenn söfnuðu 10 milljónum dollara á 24 klukkustundum til að kaupa sjálfsvígsdróna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 10:32

Tyrkneskur Bayraktar dróni en Úkraínumenn eiga marga slíka. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar þess að Rússar skutu tugum stýriflauga á úkraínskar borgir á mánudaginn tóku Úkraínubúar höndum saman og hófu fjársöfnun til að kaupa sjálfsvígsdróna fyrir úkraínska herinn. Á tæpum sólarhring söfnuðust tæplega 10 milljónir dollara.

The Guardian segir að alls hafi 9,6 milljónir dollara safnast til að kaupa 50 Ram II dróna sem eru ómannaðir drónar sem bera 3 kíló af sprengiefni. Þeir eru hannaðir og smíðaðir af úkraínskum fyrirtækjum. Auk þeirra verða þrjár stjórnstöðvar fyrir þá keyptar.

Serhiy Prytula, sem skipulagði fjársöfnunina, sagði að Rússar hafi viljað hræða Úkraínubúa en árásirnar hafi aðeins þjappað þeim enn betur saman. Fólk hafi gefið peninga til að Úkraínubúar geti hefnt sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill