fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Sænski forsætisráðherrann skefur ekki utan af hlutunum – Ógnar öllu landinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 08:00

Magdalena Andersson. Mynd :Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn heimsótti Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Södertälje en þar hafa fjölmargar skotárásir verið gerðar að undanförnu. Þrír létust í þeim.

Andersson sagði að eftir tímabil rósemdar í bænum hafi bærinn sogast inn í hringiðu grimmdarlegs ofbeldis. Hún sagði að skotárásir glæpagengja valdi ótta meðal íbúanna og enginn þori út að kvöldi.

„Glæpagengin eru ógn við alla sem verða á vegi þeirra. Þau ógna samstöðu okkar og samfélagsgerðinni,“ sagði hún.

Hún lagði áherslu á að glæpirnir nærist á allt of miklum klofningi í sænsku samfélagi, að hinir ýmsu þjóðfélagshópar séu aðskildir.

„Þessi klofningur í bland við veika samþættingu er áburður á jarðveginn fyrir glæpagengi. Þetta hefur gert að verkum að glæpagengin hafa getað komið sér fyrir og vaxið og dreift eitri sínu,“ sagði hún.

„Ofbeldi hefur áhrif á samfélagið okkar. Hvert skot er merki um að okkur hafi mistekist,“ sagði hún einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Í gær

Hér er besti matur í heimi

Hér er besti matur í heimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“

Bæjarstjórinn bannar íbúunum að vera veikir – „Forðist íþróttir, ferðalög og slys heima“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“