Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir Michael Clarke, prófessor og fyrrum forstjóra Royal United Services Institute.
Þegar hann var spurður hver viðbrögð Vesturlanda myndu vera við kjarnorkuvopnanotkun Rússa sagði hann að ráðamenn í Kreml hafi nú þegar verið varaðir við og sagt að Vesturlönd muni ekki sitja aðgerðarlaus.
„Þegar hótanir um beitingu taktískra kjarnorkuvopna voru viðraðar fyrir nokkrum vikum höfðu Bandaríkin og þrjú eða fjögur önnur NATO-ríki samband við rússneska embættismenn og rússnesku herstjórnina og sögðu: „Íhugið það ekki einu sinni“.
„Þeir vilja ekki segja okkur hvað þeir sögðu og það eiga þeir heldur ekki að gera því það verður að vera ákveðin óvissa um þetta til að viðhalda fælingarmætti en þeir virðasthafa sagt: „ Í fyrsta lagi , við höldum ekki að okkur höndum. Við munum ekki aðeins fordæma ykkur, við munum gera ýmislegt í málinu. Í öðru lagi, við munum ekki beita kjarnorkuvopnum en við munum beita hefðbundnum herafla og hann er svo öflugur að við getur ráðist á allar kjarnorkuvopnastöðvar ykkar og innviði. Ef þið svo mikið sem hugsið um að beita kjarnorkuvopnum, ef við sjáum undirbúning þess hefjast, þá gætum við ráðist á ykkur.“
Sagði Clarke að virðist hafa verið skilaboðin til Rússa.