Wolves í ensku úrvalsdeildinni leitar nú að þjálfara eftir að Bruno Lage var rekinn frá félaginu.
Eitt nafn var efst á óskalista Wolves en það er Spánverjinn Julen Lopetegui sem þjálfaði síðast Sevilla og var rekinn í síðustu viku.
Lopetegui hefur hafnað Wolves í annað skiptið en hann vill sinna föður sínum sem er veikur, 92 ára að aldri.
Lopetegui vill ekki snúa aftur strax og eru því afar litlar líkur á að hann verði næsti stjóri Wolves.
Lopetegui er einnig fyrrum þjálfari Real Madrid en hann ræddi við stjórnarformann Wolves, Jeff Shi, í vikunni.