Pilar Rubio fyrirsæta og sjónvarpskona segir að hún og eiginmaður hennar Sergio Ramos stundi kynlíf á hverjum einasta degi.
Ramos er í dag leikmaður Sevilla á Spáni en í fjölda ára lék hann fyrir Real Madrid. Rubio flakkar á milli Parísar og Madrídar.
Rubio sem er 44 ára gömul og á fjögur börn leggur mikið upp úr því að sofa hjá manni sínum alla daga. Hún kemur börnunum snemma í háttinn til að geta náð því markmiði.
„Við gerum það á hverjum degi, fyrir utan örfáa daga sem ég er í Madríd. Við náum því ekki í dag þökk sé þér,“ sagði Rubio við sjónvarpsmanninn sem var að taka viðtal við hana í Madríd.
Hún segir að barneignir hafi ekki haft nein áhrif á kynlífið. „Börnin mín fara í rúmið 21:30, kynlíf er lífið.“
Rubio og Ramos hafa verið saman í tíu ár en þau giftu sig árið 2019 og eru eitt frægasta par Spánar.