fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Með þessum mat getur þú dregið úr löngun í sætindi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. október 2022 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átt þú erfitt með að hafa hemil á sætindaþörfinni? Neytir þú of mikils sykurs? Þá er hægt að takast á við það með því að bæta ákveðnum matartegundum á matseðilinn.

Sykur hefur verið hluti af fæðu mannkynsins mjög lengi en margir vilja losna úr viðjum hans vegna neikvæðra áhrifa hans á heilsuna.

En það er ekki eins auðvelt og það hljómar að sleppa sykri alveg. Viljastyrkurinn getur verið mikill en samt sem áður finna margir fyrir þörf til að borða sælgæti eða aðrar sykraðar vörur. Það þarf því ákveðna áætlun til að takast á við sykurþörfina.

Þar geta ýmsar matvælategundir komið við sögu og hér fyrir neðan nefnum við nokkrar þeirra til sögunnar.

Kanill er góður þegar kemur að því að takast á við sykurþörf. Hann inniheldur andoxunarefni og rokgjarnar olíur sem veita vernd gegn mörgum sjúkdómum. Lengi hefur verið vitað að kanill getur dregið úr líkunum á að fá sykursýki og aðra efnaskiptasjúkdóma. Þess vegna þykir gott að drekka kanilte þegar sykurþörf gerir vart við sig.

Grasker og graskersfræ geta unnið gegn sykurþörfinni. Aðalástæðan er að þau innihalda mikið af trefjaefnum sem draga úr upptöku kolvetna og koma í veg fyrir að glúkósamagnið hækki.

Gulrætur þykja góðar til að hafa stjórn á sætindaþörfinni. Þær koma í veg fyrir að sykur safnist upp í blóðinu, þær hvetja einnig frumurnar til að nota sykurinn sem eldsneyti.

Haframjöl er frábær matur og sumir kalla það „drottningu korntegundanna“ vegna þess hversu næringarríkt það er. Ef þú borðar það í morgunmat eða á milli mála þá færðu orku og um leið slær það á sykurþörfina.

Hnetur, möndlur og aðrar hnetutegundir innihalda trefjar og prótín. Hnetur eru til dæmis góðar, í hóflegu magni, til að takast á við sykurþörf. Ekki skemmir fyrir að þær koma í veg fyrir hægðatregðu, lækka magn blóðfitu og hjálpa þér að léttast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys