Fyrra metið var frá 1950 en þá mældist ársúrkoman 2.194 mm. Það féll nýlega og mun verða bætt enn frekar þar sem um tveir og hálfur mánuður eru eftir af árinu. Það bætir einnig í úrkomuna að þriðja árið í röð herjar La Nina en veðurkerfið veldur því að það rignir meira en þau ár sem La Nina er ekki. The Guardian skýrir frá þessu.
Júlí á þessu ári var blautasti júlí sögunnar og náðist það met á fyrstu tveimur vikum mánaðarins. Alls mældist úrkoman 404 mm en fyrra metið var 336,1 mm og var frá 1950.
Í mars mældist úrkoman 554 mm sem er mesta úrkoma sem mælst hefur í mars. Gamla metið var frá 1942 en þá mældist úrkoman 521,4 mm.