„Við teljum að Rússar séu að verða uppiskroppa með skotfæri, þeir eru að minnsta kosti að verða uppiskroppa með vini,“ sagði hann.
„Við höfum séð, vegna herkvaðningarinnar, að þeir eru að verða uppiskroppa með hermenn. Svo ég held að svarið sé augljóst, Rússar og rússneskir hermenn hafi áhyggjur af ástandi hersins. Orðið sem ég hef notað er „örvæntingarfullir“. Við getum séð þessa örvæntingu á mörgum stigum innan rússnesks samfélags og innan rússneska hersins,“ sagði hann einnig.
„Eins og við sáum í gær í þessum hræðilegu árásum þá er býr rússneska hernaðarvélin enn yfir mikilli getu. Hún getur skotið vopnum, hún á miklar birgðir og býr yfir sérfræðiþekkingu. En samt sem áður er hún undir miklu álagi í Úkraínu,“ sagði hann.
Hann var spurður um hættuna á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum og sagðist þá vonast til að merki um að það sé yfirvofandi sjáist áður en þeir fara þá leið. „En verum alveg hreinskilin með það, ef þeir eru að íhuga það, þá væru það hörmungar á borð við það sem margir hafa rætt um.“