Það eru fáir jafn hreinskilnir og maður að nafni Jean-Marc Furlan sem er knattspyrnustjóri Auxerre í Ligue 1 í Frakklandi.
Furlan var rekinn af velli um helgina í leik gegn Clermont fyrir að sýna stuðningsmönnum þess síðarnefnda fingurinn.
Stuðningsmenn Clermont hrópuðu alls konar vitleysu að Furlan sem er nokkuð blóðheitur og þurfti að svara fyrir sig.
Hann sér alls ekki eftir hegðun sinni og viðurkennir einnig að hann sé í raun heilalaus þegar kemur svona hlutum.
,,Ég ræddi við dómarann því ég taldi hann ekki dæma nógu mikið af aukaspyrnum fyrir okkur. Þegar ég stóð upp var ég móðgaður af stuðningsmönnunum og ákvað að gefa þeim fingurinn og hann rak mig af velli,“ sagði Furlan.
,,Þið þekkið mig ekki því ef þið gerðuð það vissuði að ég er heilalaus. Ég er nokkuð ofbeldisgjarn þegar kemur að fótbolta. Sé ég eftir þessu? Alls ekki. Refsingin verður örugglega hörð en það skiptir engu máli.“