N’Golo Kante, einn mikilvægasti leikmaður Chelsea, verður frá lengur en búist var við eftir meiðsli í læri.
Kante var byrjaður að æfa á ný með aðalliði Chelsea en hann hefur ekkert spilað síðan í ágúst gegn Tottenham.
Graham Potter, stjóri Chelsea, hefur staðfest að Kante hafi fundið fyrir meiðslunum á ný á æfingu liðsins og er óvíst hvenær hann snýr aftur.
Búist var við að Kante myndi koma aftur í liðið á næstu vikum en það verður líklega ekki raunin.
Það er mikið áfall fyrir Chelsea sem treystir á Kante sem þykir einn besti varnarsinnaði miðjumaður heims.