Ian Wright fyrrum framherji enska landsliðsins og Arsenal telur að Jude Bellingham muni hafna Liverpool næsta sumar. Hann segir ástæðuna vera þá að Liverpool þurfi að ganga í gegnum breytingar.
Wright telur að Bellingham sem fer frá Borussia Dortmund næsta sumar, muni velja lið sem er að berjast á toppnum í Evrópu.
Bellingham má fara næsta sumar en Real Madrid, Manchester City, Liverpool og fleiri hafa áhuga á honum.
„Vandamálið fyrir Liverpool er að Bellingham þarf að velja eitt af bestu liðum í heimi. Hvernig selur þú honum Liverpool?,“ sagði Wright.
„Það þarf leikmenn með honum á sama tíma þá til að geta sannfært hann um að Liverpool ætli aftur á toppinn.“
Liverpool hefur hikstað í upphafi tímabils eftir magnaða tíma síðustu ár.
„Hvernig er hægt að selja Liverpool frekar en Manchester City eða Real Madrid. Bæði félög gætu tekið yfir næstu tíu árin.“