Sergio Ramos leikmaður PSG gæti þurft að taka út þunga refsingu eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið gegn Reims um helgina.
Ramos fékk tvö gul spjöld á tíu sekúndum eftir deilur hans við dómara leiksins, Pierre Gaillouste.
Dómari leiksins sakar Ramos um ógnandi hegðun í skýrslu sinni og gæti hann fengið allt að sjö leikja bann.
Þetta var 28 rauða spjaldið sem Ramos sem fær á felri sínum en hann hefur verið þekktur fauti í gegnum ferli sinn.
Ramos er á sínu öðru tímabili hjá PSG en fyrsta árið var mjög erfitt fyrir hann vegna meiðsla.