Samkvæmt spænska miðlinum Marca er samband Kylian Mbappe og Paris Saint-Germain á afar slæmum stað. Leikmaðurinn er sagður vilja fara strax í janúar.
Hinn 23 ára gamli Mbappe skrifaði undir nýjan samning við PSG í byrjun síðasta sumars. Samningur hans var að renna út og hafði hann verið sterklega oraður við Real Madrid.
PSG fékk Mbappe til að skrifa undir samning til ársins 2024. Hann samdi um himinnhá laun, sem og aukin völd innan félagsins.
Nú hangir sambandið hins vegar á bláþræði og vill leikmaðurinn komast í burtu strax í janúar. Það er meðal annars talað um að hann telji félagið hafa svikið loforð sem það gaf honum við undirskrift í sumar.
Samkvæmt Marca er PSG til í að leyfa honum að fara í janúar, svo lengi sem það er ekki til Real Madrid.