fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Nánara ljósi loks varpað á ásakanirnar á hendur Bill Murrey

Fókus
Þriðjudaginn 11. október 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um sex mánuðir eru síðan fregnir bárust af því að leikarinn, sem vanalega hefur verið kallaður geðþekkur, Bill Murrey hafi verið sakaður um ótilhlýðilega háttsemi á tökustað kvikmyndarinnar Being Mortal.

Ekki hefur verið greint frá því hvað hafi falist í þessari háttsemi leikarans fyrr en nú. Bill Murrey, sem er 72 ára gamall, á að hafa sýnt af sér hegðun á tökustað sem varð til þess að leikstjórinn, grínistinn Aziz Ansari, hafi þurft að stöðva framleiðslu myndarinnar. Murrey hefur sjálfur lýst því við fjölmiðla að hann hafi „gert nokkuð sem ég taldi vera fyndið, en því var ekki tekið þannig.“

Puck news greina nú frá því að samkvæmt heimildarmönnum sé Murrey sakaður um að hafa lagst yfir og kysst – reyndar í gegnum grímu- mun yngri konu sem starfaði við framleiðsluna. Hún hafi tekið þessari háttsemi sem kynferðislegri og hafi þetta vakið með henni viðbjóð. Hún hafi formlega kvartað undan þessari framkomu. Í kjölfarið hafi farið í sáttaferli og Murrey endaði með að greiða konunni 100 þúsund Bandaríkjadali sem nemur um 14,6 milljónum íslenskra króna.

Örlög kvikmyndarinnar eru enn ekki ljós en framleiðsluferlið var um hálfnað þegar þetta mál kom upp. Margir reikna með að hætt verði alfarið við verkefnið frekar en að það verði klárað.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“