fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Brynhildur með tárin í augunum: „Mér fannst ég ekki skipta neinu máli fyrir þeim“

Fókus
Þriðjudaginn 11. október 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flestar stelpur sem voru í MH á sama tíma og ég eru skaddaðar,“ segir Brynhildur Karlsdóttir, tónlistar- og sviðslistarkona, í viðtali við móður sína, Ásdísi Olsen, í þættinum Undir yfirborðið sem sýndur er í kvöld á Hringbraut. Brynhildur steig fram á dögunum í tengslum við nemendauppreisnina í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Brynhildur segist hafa orðið fyrir ótrúlega mikilli lítilsvirðingu frá MH á sínum tíma. „Mér fannst ég ekki skipta neinu máli fyrir þeim,“ segir hún í þættinum með tárin í augunum. Ofan á það segist hún hafa fundið fyrir mikilli skömm og að hún hafi í kjölfarið einangrast frá öllum.

„Ég er búin að fá fullt af skilaboðum frá fólki sem er búið að segja: Vá ef ég hefði vitað, ég vildi að ég hefði vitað. Ég vildi svo mikið að ég hefði líka skilið þetta betur af því ég skildi ekki almennilega og fannst þetta ekki svona ósanngjarnt þá eins og mér finnst þetta núna þegar ég lít til baka.“

Brynhildur segir að hún hafi upplifað að gerandinn hennar hafi skipt miklu meiru máli fyrir skólann en hún. „Hann var einhver innan félagslífsins, einhver sem var áberandi og ég var einhver sem bara hvarf. Það fannst það öllum held ég þæginlegast að ég bara fór.“

video
play-sharp-fill

Brynhildur opnaði sig fyrst um málið í áhrifamiklum pistli sem hún skrifaði á Vísi. Þar fór hún yfir vonbrigði sín varðandi viðbrögð Menntaskólans við Hamrahlíð við meintu ofbeldi nemanda.

„Þegar ég var sautján ára nemandi í MH var mér nauðgað af vini mínum og skólabróður. Þegar ég safnaði loksins kjarki til að segja skólayfirvöldum frá því mættu mér lokaðar dyr. Kvíðaköst, ótti og áfallastreita breyttu því ekki að ég hafði aldrei kært atvikið til lögreglu og skólastjórnendur gátu ekki boðið mér betur en að skipta um skóla,“ sagði Brynhildur í pistlinum.

MH hafði verið draumaskóli Brynhildar en í kjölfar ofbeldisins lét hún þann draum upp á bátinn og flosnaði stuttu seinna upp úr námi.

„Á svipuðum tíma var besta vinkona mín hún Elísabet í svipuðu stríði. Hún kærði hrottalega nauðgun og studdi mál sitt með veigamiklum sönnunum. Samt þurfti hún að rekast á ofbeldismanninn á göngum skólans og sitja með honum í dönskutímum. Elísabet fékk hvergi réttlæti, enginn passaði upp á hana og hún ein var látin axla ábyrgð á því ofbeldi sem hún varð fyrir, sautján ára gömul. Hún framdi sjálfsmorð árið 2019.“

Lesa meira: Brynhildur segir ekkert hafa breyst í MH á 10 árum – „Einn starfsmaðurinn hrópaði upp yfir sig að nú væri hreinlega búið að taka þessa drengi „af lífi“

Daginn eftir að Brynhildur birti pistilinn hafði rektor MH samband við hana og baðst afsökunar á því hvernig skólinn brást við eftir ofbeldið. Brynhildur sagði í samtali við DV að um ákveðinn persónulegan sigur væri að ræða þó vissulega sé samhengið stærra og enn barátta fyrir höndum. „Það er eiginlega bara ótrúlega áhrifamikið, það að fá viðurkenningu og að einhver axli ábyrgð á þessu.“

Lesa meira: Brynhildur hefur fengið afsökunarbeiðni frá rektor MH – „Ótrúlega áhrifamikið“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað
Hide picture