fbpx
Fimmtudagur 08.ágúst 2024
433Sport

Harðorður Viðar hjólar í Rósu og Sjálfstæðisflokkinn – „Hendi því ekki í einhverja vitleysu og láti hönnunarmafíuna taka völdin“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Halldórsson, formaður FH, er gestur í sjónvarpsþætti 433.is þessa vikuna. Þar fer hann vel yfir aðstöðumál íþróttafélaga í Hafnarfirði.

Viðar hefur gagnrýnt Hafnarfjarðarbæ harkalega fyrir áætlanir á byggingu knatthúss Hauka á Ásvöllum. Hann heldur því fram að húsið kosti 4,5 milljarða, eitthvað sem allir eru þó ekki sammála um.

„Ég er í sjálfu sér ekki mótfallinn því að það sé byggð aðstaða fyrir Hauka á Ásvöllum. Ég hef verið á því að hlutirnir þar fari til betra vegar, eins og annars staðar í Hafnarfirði,“ segir Viðar.

„Vandamálið er að sveitafélög ráðist í byggingu á fjölnota íþróttahúsum, sem eru yfirleitt bara fyrir fótbolta, og byggi einn fótboltavöll, í þessu tilviki fyrir fjóra og hálfan milljarð. Það er svo galið og einkennilegt að bæjarkjörnir fulltrúar ætli að fara svona með fjármuni bæjarins.“

350 milljónir plús á ári

Þá segir Viðar að húsið sé ansi dýrt í rekstri á ári hverju. „Þetta kostar sveitafélagið 350 milljónir plús á ári, í rekstur og fjármagnskostnað og niðurgreiðslu lána, því allt er þetta tekið á láni, það liggur ljóst fyrir.

Haukar eru gott íþróttafélag sem á allt gott skilið, eins og önnur íþróttafélög á Íslandi. Það er enginn munur þar á. En mér finnst þessi stefna sem sum sveitafélög hafa farið, þarna eru menn að fara gegn öllu sem er í Evrópu.“

Viðar segir að stór félög í Evrópu byggi ekki upphituð íþróttahús, líkt og þekkist hjá mörgum félögum hér á landi.

„Ég hef verulega mikið verið erlendis. Félög sem eiga nóg af peningum fara ekki í þetta. Fótbolti er íþrótt sem er spiluð frá -15 gráðum og upp í 35 gráður.“

video
play-sharp-fill

Í stappi við Rósu:

Viðar átti í stappi við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, í fjölmiðlum á dögunum. Í samtali við Fréttablaðið svaraði Rósa pistli Viðars, þar sem hann beitti sér gegn uppbyggingu svo kostnaðarsams hús á Ásvöllum.

„Þessi við­brögð koma mér ekki á ó­vart og því miður ekki í fyrsta sinn sem for­maður FH stígur svo harka­lega fram og berst gegn þessari fram­kvæmd. Held það hljóti að vera ein­stakt að for­svars­maður í­þrótta­fé­lags beiti sér svo ákaft gegn upp­byggingu í­þrótta­mann­virkis annars í­þrótta­fé­lags. Þarna er farið vægast sagt frjáls­lega með kostnaðar­tölur. Mikil þörf er á knatt­húsi á Ás­völlum enda er húsið er í þeim hluta bæjarins þar sem nær öll í­búða­upp­bygging síðustu ára hefur verið. Húsið mun þannig þjóna nýjasta hverfi bæjarins en í­búar þess verða um 13 þúsund innan nokkurra ára,“ sagði Rósa í síðasta mánuði.

Þá sagði hún Viðar fara frjálslega með tölur sem húsið á að kosta og bætir því við að Haukar hafi afsalað sér lóðum upp á 1,3 milljarða sem Hafnarfjarðarbær getur komið í sölu.

„Rósa hefði mátt telja upp á tíu, það hefur oft komið fyrir mann sjálfan að maður gleymi að telja upp á tíu. Þá sendir maður eða segir eitthvað,“ segir Viðar.

„Ég var ekki ánægður með svar Rósu. Mér fannst hún ekki fara í það sem ég var að tala um. Hún fór frekar í það að setja þetta fram eins og ég væri einhver fúll FH-ingur út af þessu máli. Ég tel mig ekki hafa sett þetta þannig fram. Ég tel mig hafa sett þetta þannig fram að ég væri að tala um meðferð fjármuna í sveitafélginu. Ég stend við það sem ég sagði og ég tel mig ekki vera í einhverjum slag við Hauka, langt því frá.

Við notum bara krónuna einu sinni, ég þekki engan sem hefur náð að nota hana tvisvar, nema kannski Hafnarfjarðarbæ.“

Hönnunarmafían:

Viðar segir að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er við völd í Hafnarfirði, verði að standa við eigin orð í meðferð á opinberu fé.

„Sjálfstæðismenn um land allt hafa alltaf talað um að þeir séu þeir einu sem kunni að fara með opinbert fé. Ég ætlast þá til þess að Rósa og hennar fólk í Hafnarfirði sýni okkur það að þau kunni að fara með opinbert fé, hendi því ekki í einhverja vitleysu og láti hönnunarmafíuna taka völdin.“

Knattspyrnusamband Íslands hefur á undanförnum árum haft aðsetur í Kaplakrika að einhverju leyti, þar sem yngri landslið hafa til að mynda æft. Þessi starfsemi hefur nú verið færð í miðgarð í Garðabæ. Þetta er Viðar ekki ánægður með.

„Mér finnst knattspyrnusambandið segja við okkur, og kannski hreyfinguna í heild, að þeirra sýn á þetta sé sú að upphituð knatthús sé það sem við eigum að stefna á. Þetta plastdrasl í Kaplakrika, eins og sumir segja, það er ekkert vit í því. Verum alvöru fólk, byggjum dýrt og byggjum veglegt. Látum þetta fljúga upp í nokkra milljarða til þess að þetta sé eitthvað að viti. Krakkarnir okkar þurfa að vera í hita. Þurfa bara að skilja tölvuna eftir í bílnum hjá foreldrunum þegar þau fara á æfinguna, aftur út í bíl og beint í tölvuna. Krakkar eiga ekkert að þurfa að hafa fyrir þessu. Það er bara liðin tíð að krakkarnir fari út að leika sér í smá veðri.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eru enn á eftir Lukaku
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Brighton farið í viðræður við 35 ára Heimsmeistara

Brighton farið í viðræður við 35 ára Heimsmeistara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kraftaverk Rúnars í Úlfarsárdal – Bæting á öllum sviðum leiksins

Kraftaverk Rúnars í Úlfarsárdal – Bæting á öllum sviðum leiksins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Guardiola steinhissa á hárgreiðslu De Bruyne – Mætti með snúð eftir sumarfrí

Guardiola steinhissa á hárgreiðslu De Bruyne – Mætti með snúð eftir sumarfrí
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sveinn sleit hásin á Ísafirði og Dani fyllir í hans skarð

Sveinn sleit hásin á Ísafirði og Dani fyllir í hans skarð
433Sport
Í gær

Svara fyrir vandræði í rekstri í Árbæ – ,,Það sem er rétt í því sem fram kemur í DV”

Svara fyrir vandræði í rekstri í Árbæ – ,,Það sem er rétt í því sem fram kemur í DV”
433Sport
Í gær

Ekki lengur hægt að kaupa treyju með hans nafni á bakhliðinni

Ekki lengur hægt að kaupa treyju með hans nafni á bakhliðinni
Hide picture