Maður sem er í haldi lögreglu vegna láts Tómasar Waagfjörð, þann 3. október síðastliðinn, var í úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. nóvember. RÚV greindi frá.
Maðurinn er vinur eiginkonu hins látna en þeir tveir höfðu deilt um hana. Svo virðist sem að til átaka hafi komið á milli mannanna en hinn grunaði var með hníftungu á fæti sem vitni gerði að á vettvangi, en Tómas var stunginn í magann.
Tvær konur sem voru á vettvangi, gestgjafi í íbúðinni þar sem atvikið átti sér stað og eiginkona Tómasar, voru látnar lausar í síðustu viku.