Sky News skýrir frá þessu og segir að Vladimir Saldo, æðsti embættismaður leppstjórnar Rússar í héraðinu, hafi tilkynnt að héraðsstjórar á Krím, Kransodar, Krai, Stavropol Krai og Rostov Oblast hafi samþykkt að taka við allt að 10.000 manns. Þetta kemur fram í stöðumati hugveitunnar Institute for the Study of War.
Saldo er sagður hafa sagt að brottflutningurinn sé ferð í „frí“ fyrir börn og foreldra þeirra.
Serhiy Bratchuck, talsmaður úkraínska hersins, sagði að reikna megi með að Rússar ætli ekki að hleypa fólkinu aftur heim til Kherson.