fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Segir að endurminningar Harry prins verði aldrei gefnar út – Ef það verði gert sé „engin leið til baka“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 05:35

Harry prins. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tina Brown, sem hefur skrifað bækur um Díönu prinsessu og fleiri úr bresku konungsfjölskyldunni, segir að endurminningar Harry prins, sem átti að gefa út á þessu ári verði væntanlega aldrei gefnar út.

Útgáfa endurminninganna komst í uppnám þegar Elísabet II lést. Brown segir að þær verði aldrei gefnar út því það muni „eyðileggja alla möguleika á að hann geti náð sættum við konungsfjölskylduna“.

Upphaflega stóð til að bókin kæmi út fyrir áramót en rætt hefur verið um að fresta útgáfunni þar til á næsta ári vegna andlást Elísabetar II.

Harry gerði samning við Penguin Random House um útgáfu þriggja bóka og fær tæpar 40 milljónir punda fyrir . Hann er sagður hafa farið fram á að töluverðar breytingar verði gerðar á fyrstu bókinni í kjölfar andláts Elísabetar II. Mirror skýrir frá þessu.

Talið er að meðal þessara breytinga sé að nýjum kafla verði bætt við þar sem fjallað verði um andlát Elísabetar og útför hennar.

Starfsfólk konungshirðarinnar er sagt vilja koma í veg fyrir útgáfuna af ótta við það sem kemur fram í henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga